jeudi, novembre 18, 2004

Beaujolais

Vá, hef ekki alveg verið að sinna þessu blogghelvíti. Búinn að fá kröfur víða frá um að standa mig betur (ókei, bara frá tveimur mönnum!).

Ég fór í gær og bragðaði á þessu djöfulsins Beaujolais Nouveau (ætli ég sé að skrifa þetta rétt?). Hélt að þetta væri eitthvað major event þannig að þegar að ég fattaði að þetta væri the big night þá hringdi ég í bandaríska bjánann í bekknum mínum og bauð honum með. Hann slóst í hópinn og við örkuðum á útlendingastaðinn (þ.e. staðinn þar sem allir erlendu námsmennirnir hanga alltaf) og smökkuðum á þessu. Ekki bara var þetta vont ógeð heldur var stemningin ekkert sérstök. Bara svona venjulega barcrowdið þarna á staðnum. Þannig að þetta voru tvöföld vonbrigði. Ég er annars bara nokkuð ánægður með Frakkana ef þeir eru sem sagt almennt farnir að dissa það að taka þátt í þessu hæpi. Þetta vín er nefnilega drulluvont og kostar einhvern kokurpening. Held að þetta Beaujolais-pakk þarna sé meira og minna bara að græða á túristum og útlendingsfíflum eins og mér og kanadruslunni.